Leslistinn

Er rétt búin að ljúka bók sem ég keypti fyrir ári eða svo, á Kastrup. Sú heitir Diary of a mad mother-to-be eða eitthvað álíka (ég er annars eitthvað voða slæm með titla þessa dagana, svo sennilega er ekkert að marka þetta). Hún er ágæt, svona nettur Bridget Jones fílingur, og gaman að lesa hana af því að það er eitt og annað sem maður kannast við á sjálfum sér.
Fór þá að lesa þriðju Kvenspæjarastofuna – var búin að setja hana á bannlista þangað til ég væri búin með hina. Verst að þær endast svo stutt, meira að segja ég sem les orðið frekar lítið miðað við áður geysist í gegnum þessar. Mér finnst þær yndislegar, aðallega vegna þess að það er svo allt öðru vísi hugsunarháttur en maður á að venjast og takturinn líka.
Annars er það af Strumpunni að frétta að það er að hefjast ógurlegur íþróttavetur hjá henni. Við erum búin að skrá hana aftur í sund og nú síðast var ég að skrá hana á íþróttanámskeið. Maður verður að gera íþróttaálf úr henni (ætli tvö mínus-gen geri ekki plús annars?) Vona bara að henni þyki sport að fara í leikfimi eins og mamma. Verst að þetta byrjar auðvitað allt helgina sem við förum til Póllands. Typisch.