Ef ég hefði efast

… um að byrja að kenna í MA; var að koma úr söngsal, mmmm, það var ótrúlega indælt að upplifa það aftur. Lagavalið kannski eilítið breytt í sjálfum söngsalnum, gang-söngurinn var nú klassískur. Kannski hefði fjölbreyttari hópur tekið þátt í gamla daga ef „Fjöllin hafa vakað“ hefði líka verið tekið þá? Lögin öll í eldri kantinum, Nína, Hey Jude, Eftir gresjunni… og svo endað á skólasöngnum og þá fékk ég gæsahúð. Ahhhh.

Annars var stór dagur í dag. George Michael miðarnir komnir í hús 🙂 Langar mest að hafa passann bara alltaf um hálsinn. Fengum meira að segja ógurlega gjöf með. Hliðartösku undir vín, eitt hólf fyrir léttvínsflösku (því miður tómt) og eitt með glösum og tappatogara. Að sjálfsögðu merkt goðinu 😉