Hún á ammælídag

Vöktum Strumpu upp með söng í morgun. Sjaldan hefur hún verið jafn fljót að rísa upp og vakna, sérstaklega með tilliti til þess að augun voru lengi að leggjast aftur í gær. Hún tók síðan upp pakka (í fleirtölu) frá Svíþjóð við mikla lukku. Sérstaklega held ég að henni finnist fallega hugsað að senda sér nammi og hugsar sér gott til glóðarinnar að smakka á því. Enn hefur enginn sagt henni að sænskt nammi sé yfirleitt ekki gott (svona eins og danskt nammi). Gjafaþemað var útvíkkað úr Mjallhvítarþema í prinsessuþema, því hún fékk bæði litabók með prinsessum og púsl með öskubusku. Að auki fékk hún fiðrildi og töfrasprota (eða þannig túlkaði hún vængina sem voru í pakkanum með töfrasprotanum). Að upptekt lokinni var hún mæld og sjá!, hún hafði stækkað í nótt. Hún fór alsæl í leikskólann með þessar fréttir, hvort mælingarnar voru nákvæmar kemur líklegast í ljós á fimmtudag, amk var hún akkúrat mæld í gær á leikskólanum og við fáum örugglega niðurstöðurnar í foreldraviðtali sem við förum í . Hún verður síðan sótt snemma í dag því við ætlum að taka á móti fleiri gestum og þurfum að ná því fyrir sund.