107257503662326526

Frábært kvikmyndakvöld í kvöld. Horfði loksins á aðra dönsku myndina sem ég keypti í Kaupmannahafnarferðinni í sept. Gafst sem sagt upp á að bíða eftir dönskunördakvöldi, enda er eins gott að fara að horfa á þær, ef ég á að nota þær í kennslu á vorönninni.
Alla vega, mynd kvöldsins hét Se til venstre, der er en svensker. Það var samdóma álit tveggja af þremur áhorfendum að hún hefði verið svona ljómandi góð. Af einhverjum ástæðum var Mummi ekki sammála okkur systrum. Svo þið ykkar, sem haldið að kvikmyndasmekkur ykkar sé líkari Mumma en mínum, sleppið þessari mynd.

Fór svo í jólakortaleit. Keypti nefnilega þetta fína albúm í dag til að geyma jólakortamyndir í, en finn gjörsamlega ekki kortin síðan í fyrra. Flutti þau nefnilega af staðnum sem þau voru á, og hef greinilega fundið einhvern afskekktan leynistað. Sem er slæmt, því ekki get ég sett inn myndir þessa árs fyrr en hinar eru komnar á sinn stað.