Fyndið barn

Eins og ég sagði fyrir nokkrum dögum þá er ekkert smá fyndið að fylgjast með Sóleyju þessa dagana. Nýjar kúnstir daglega.

Í gær fór hún að hneggja fyrir pabba sinn. Ég átti alltaf von á að fyrsta dýrahljóðið yrði mjálm en nei, hestur var það heillin. Hún hneggjar svo sem ekki eftir pöntun en við náðum að kreista nokkur út svo að ég gæti heyrt líka.

Annars má vart á milli sjá núna hvort er meira sport að flauta eða kyssa. Hún er ný búin að finna flaut hæfileikana aftur eftir að hafa flautað um jólin og nú skríður hún um og flautar og flautar.
Svo kyssir hún eins og Hollywood leikkona þess á milli. Gerir ógurlegan stút og enn meira kossahljóð. Finnst sjálfri að hún sé ljómandi fyndin, kannski ekki skrýtið miðað við undirtektirnar sem hún fær.

Það er hægt að tína fleira til. Kannski fleiri sögur fljóti næstu daga.