Ég er orðin stóra frænka…

Jibbíjíbbíjei. Það bættist lítil frænka í hópinn í nótt. Dúddi og Ágústa komu með litla stubbu (nákvæmlega jafn stóra og ég var, ekki ónýtt það). Ég er alveg að rifna af gleði. Því til sönnunar fór ég beint í búð og keypti og keypti (merkilegt hvað það er skemmtilegra að kaupa barnaföt þegar maður er kominn með barn sjálfur). Eins gott að veðrið verði til friðs á föstudag svo ég komist að skoða.