Já, þau voru gleðileg tíðindin í morgunsárið. Metallica væntanleg til landsins og eftir að ég var búin að athuga hvort við yrðum örugglega komin heim frá Danmörku var ástæða til að fagna. Svo mikil að ég vakti Mumma með látum. Jamm, nú verður farið á tónleika. Eins gott að þeir bjóði upp á nógu marga miða! Ég held að það séu fá bönd sem ég er meira til í að sjá á. Kannski George Michael hefði glatt mig meira en það er líka algjörlega far out möguleiki.