Meira af Sælkerabúðinni

Jummjumm. Við héldum áfram að versla við góðu fjölskylduna hans Úlfs í dag. Fórum að þessu sinni og fengum okkur rauðsprettu í einhverju baði, hvítlauksolíu eða einhverju slíku. Gripum til varúðarráðstafana þegar við komum heim, lokuðum alla ketti inni í herbergi til að hafa örugglega frið. Rauðsprettan var ansi hreint góð. Verst að það hefði örugglega verið best að grilla hana, en það er ekki mín deild!
Ég var svo að koma úr starfslokapartýi frá Hildu sem kenndi með mér í Síðuskóla. Það var ógurlega gaman að hitta alla, sérstaklega þá sem voru með í vorferðinni á föstudaginn (sem ég komst með út á óskaplega sjálfsvorkunn og skæl). Það var full seint að halda áfram að horfa á Pride and Prejudice svo það bíður morguns væntalega. Að vísu verður Eyþór frændi í gistingu hjá Önnu, svo við þurfum að skoða það eitthvað. Og það verður engin Sælkerabúð á morgun, það er búið að bjóða okkur mæðgum í mat hjá tengdamömmu (segiði svo að konum sé aldrei vorkennt að vera einum heima!)