Draumahúsið fundið

Jamm, við fórum að skoða hús í fyrradag í Möðruvallastræti. Nema hvað, ég fékk alveg ægilega góða tilfinningu að fara þarna inn og nú er ég nett skotin. Vissulega er það ekki fullkomið, meðal þess sem ég gæti nefnt er að það er ekki upphengt klósett og ég er líka mjög hlynnt því að hafa sjónvarpsherbergi. En það má horfa fram hjá þessu. Það þarf að minnsta kosti ekki að gera mjög mikið fyrir það. Garðurinn er algjörlega æðislegur. Full stór svo sem fyrir mína mjög svo ljósfölgrænu fingur en ég held að ég myndi vinna í því að verða meiri garðyrkjukona.

Við fengum konu að skoða hér í annað skiptið þennan sama dag. Hún virðist actually vera frekar heit en það strandar á einu mikilvægu, hún er ekki búin að setja íbúðina sína á sölu og sagðist einmitt ætla að gera eins og við, þ.e. að selja fyrst og kaupa svo. Þar af leiðandi sé ég ekki að það sé neitt að gerast þar.

Frekari fréttir færast hér inn nokkuð jafnóðum fyrir þá sem fylgjast æstir með húsamálum Hafdísar 🙂