Við erum á fullu að pakka og stöndum okkur gríðarlega vel (sem ætti að útskýra þessar löngu bloggfjarverur). Það sem er jákvætt við lítið geymslupláss í nýja húsinu er að maður neyðist til að henda eins og brjálaður. Þannig að ég tók það stóra skref í gær að henda gömlu möppunum mínum úr Menntaskólanum!! Það var pínu erfitt, aðallega vegna þess að þegar maður flettir í gegn áttar maður sig enn frekar á hvað maður er búinn að gleyma miklu. Mér finnst það algjör skandall (sérstaklega með frönsku og þýsku, minni söknuður í öðrum fögum). Ég rakst á ýmislegt skemmtilegt inni á milli, til dæmis bréfaskriftir milli mín og Elísu, lista yfir þá kosti sem væntanlegur eiginmaður þarf að búa yfir (sem Mummi uppfyllir að ótrúlega miklu leyti, sérstaklega ef maður tekur tillit til að hann á að minnsta kosti bróður sem getur spilað fyrir mig á píanó 🙂 og fyrstu útgáfu af giftingarlistanum. Svo mér varð á stundum lítið úr verki á meðan ég las og grét úr hlátri. En þetta er mikið þarfaverk.