Strengir eftir gærdaginn

Þá er líkamsræktin hafin enn á ný og því til sönnunar er ég afskaplega stíf og stirð í dag. Nú er það tólf vikna námskeið (úffúff) með tilheyrandi aðhaldi. Ég naga gulrætur í gríð og erg. Það er erfitt að trappa sig niður úr súkkulaði og kökuátinu sem hefur verið undanfarið.
Ræktin lofar samt góðu. Verið að flikka upp á Bjarg og stefnir í nokkuð huggulega aðstöðu.
Ég fór ekki í vigtun í gær, svo ég veit ekki hverjar upphafstölurnar eru, en eitthvað segir mér að þær séu ekki þær sömu og í vor. Ehhemm. Og ekki víst að ég gleðji lesendur með vikulegu öppdeiti af kílóunum sem fjúka. Það verður að koma í ljós. Ég geri mér að minnsta kosti engar gríðarlegar vonir um sambærilegan árangur og í vor.