Það stefnir í að ég bætist í hóp óþolandi foreldra (jæja, ég er sennilega komin þangað nú þegar). Ég er bara svo óumræðanlega stolt foreldri núna. Dóttir mín kemur mér sífellt á óvart. Ég er nú þegar búin að nefna hvað hún er farin að syngja mikið (nú hefur bæst meira við því hún syngur …
Monthly Archives: október 2004
Algjört uppáhald
Ég hef alltaf gaman af því að lesa blogg sem fjalla um uppáhöld – til dæmis var það barnabókarbloggið hennar Ljúfu (sem looooks er komin á tenglana mína) mjög skemmtilegt – fær mann til að spá í sömu hluti. Það sem ég er að spá með þessu bloggi er hvað það er fyndið að það …
Danskir dagar
Ekki þó þessir í Nettó, heldur ætla ég að láta verða af því að gefa upp nöfn af danska hjásvæfulistanum mínum, þessum sem ég má ekki vera með í gangi (af því að það er jú bara leyfilegt að hafa fimm á hjásvæfulista – ég fékk held ég sérlega undantekningu til að gera konulistann minn …
Upprifjunarblogg
Þá er það upprifjun á síðustu viku eða svo. Hún hefur verið dálítið þétt skipuð. Fyrst skemmtanalífið, sextugsafmæli einnar sem vinnur með mér var fyrir viku, haldið með pompi og pragt í Sjallanum – alveg ógurlegt stuð, og svo kennaraþing á föstudag, ekki alveg eins mikið stuð, en gaman þó eftir að þinginu sjálfu lauk. …
Sunddrottningarnar
Við mæðgur byrjuðum á sundnámskeiði á laugardaginn var. Það var mikið fjör, eins og við var að búast. Maður nýtur þess nú aldeilis að búa svona nálægt sundlauginni. Tekur ekki nema svona tuttugu mínútur að labba þegar litlu fæturnir fá að labba sjálfir. Þeir þurfa að koma víða við á leiðinni. Eitt aðal sportið í …
Óvart
Ég ætla ekki að vera svona léleg að blogga. Það bara hjálpast allt einhvern veginn að. Tölvurnar í skólanum í algjöru bulli, virkilega mikið að gera (verið að níðast á nemendum og setja í próf í stórum stíl) og þar fram eftir götunum. Aðallega tvennt sem ég ætla að gera að umfjöllunarefni. Í fyrsta lagi …
Þungavigtarblogg
Ég get varla á mér setið að blogga um niðurstöður þyngdarmælinganna allra, þó svo árangurinn sé ekkert til að hrópa húrra yfir. En þannig var að ég fór í upphafsmælingu á fimmtudaginn í síðustu viku og hafði þá, mér til mikillar gleði, tapað einu kílói yfir sumarið. Geri aðrir betur á fjórum mánuðum 🙂 Önnur …