Ég hef alltaf gaman af því að lesa blogg sem fjalla um uppáhöld – til dæmis var það barnabókarbloggið hennar Ljúfu (sem looooks er komin á tenglana mína) mjög skemmtilegt – fær mann til að spá í sömu hluti.
Það sem ég er að spá með þessu bloggi er hvað það er fyndið að það eru ákveðin lög sem maður væri svo innilega til í að geta sungið svo vel færi. Ég er búin að vera að hlusta á eina af mínu uppáhaldsplötum núna og á henni er einmitt svona lag.
I know someday you’ll have a beautiful life, I know you’ll be a starIn somebody else’s sky, but whyWhy, why can’t it be, why can’t it be mine.
Úff það er svo flott en það geta bara ekki allir sungið úhhh svo vel fari.