Montsögur

Það stefnir í að ég bætist í hóp óþolandi foreldra (jæja, ég er sennilega komin þangað nú þegar). Ég er bara svo óumræðanlega stolt foreldri núna. Dóttir mín kemur mér sífellt á óvart. Ég er nú þegar búin að nefna hvað hún er farin að syngja mikið (nú hefur bæst meira við því hún syngur Afi minn fór á honum Rauð og part af Allir krakkar – svo þegar hún vill syngja Upp á grænum grænum þá segir hún kjimmi kjimmi) en það allra flottasta er að hún er farin að telja upp í níu. Það er ótrúlegt að heyra svona lítið kríli, rétt fær um að tala, telja eins og ekkert sé. Ef ég á að vera alveg heiðarleg þá sleppir hún stundum einstaka úr, það er auðvitað eins og gengur og gerist.