Það gengur vel að ala Strumpu frá sér. Hún fer orðið möglunarlaust að sofa – eiginlega mikil hátíð miðað við það sem var orðið, því hún átti það til að vera í fýlu í klukkutíma og rúmlega það þegar hún var sett inn að sofa. Núna liggur hún og kallar í mesta lagi svolítið fram, en fer ekki einu sinni á fætur, sem kemur eiginlega mest á óvart. Mummi vildi fara að losa rúmið hennar úr herberginu okkar – við vorum að fá okkur nýtt rúm, en ég er ekki tilbúin í það enn. Svo er fröken líka mjög stolt af þessum góða árangri – sagði í morgun við pabba sinn „kulle steppa sofa hebbebbi“.
Ég tók aldursprófið sem allir bloggarar eru að taka þessa dagana. Nema hvað, there’s no way rubbing it of – ég er víst 31 árs (og hefði varla komið á óvart þó það hefði staðið og fjögurra mánaða og 20 daga, fyrst þetta er svona nákvæmt).