Bóndadagur, annar í Bónda og þriðji í Bónda

Sukkhelgi út í eitt. Byrjaði á að fá þær samstarfskonur mínar í kaffi og tertu á föstudag og eldaði svo dýrindismáltíð handa bóndanum. Dagurinn (eða kvöldið – þetta er nú eiginlega bara bóndakvöld) allur hinn besti.

Á öðrum í bónda fórum við í sveitina og átum pönnukökur eins og stöfluðust í maga, plús afgang af tertu – kvöldmaturinn var svo afgangur frá kvöldinu áður.

Á þriðja í bónda var Brúin með gulrót í eftirmat, afmæliskaffi hjá Jóni Óskari og pönnukökukaffi hjá Gylfa afa og Öddu ömmu. En ég borðaði að vísu ekkert eftir það. Mér finnst eins og það sjáist munur á manni eftir svona svall.

Sáum The Village á laugardagskvöld. M. Night bregst ekki bogalistin frekar en fyrri daginn. Ég er mjög hrifin af þessari, og hafði sloppið algjörlega við að heyra nokkuð um surpræsið.