Já, það var aldeilis menning á ferðinni hér í gær, söngkeppni haldin og hvorki fleiri né færri en 20 keppendur. Ég ákvað að drífa mig, maður á jú alltaf von á að sjá einhverja gamla og nýja nemendur sýna á sér óvæntar hliðar.
Það er skemmst frá því að segja að flytjendur voru afskaplega mistækir og voru inni á milli hreinustu nauðganir, meðal annars á Ást hennar Ragnheiðar (sem maður btw tekur bara alls ekki nema maður sé í alvörunni góður) og Feel með honum Robbie vini mínum. Og einhverjir Bubba-menn hefðu líklega fengið flog yfir meðferðinni á Aldrei fór ég suður.
En svo voru bara ýmsir ljósir punktar og stelpan sem vann (með What’s up) var alveg feikigóð – mjög kröftug.
Eftir situr að það er ekki nokkur maður talandi eða syngjandi á ensku.