… vera kennari. Jájá, það er komið páskafrí. (Hér er við hæfi að halla sér aftur á bak í stólnum og stynja – annað hvort af gleði eða öfund!)
Svona burtséð frá því að ég þarf aðeins að íhuga hvað ég á að gera til að rífa nemendurna upp úr páskaletinni þegar þau snúa aftur.
Stúfan á annars góða spretti á hverjum degi núna. Um þessar mundir er hún kurteisin uppmáluð og afsakar sig og þakkar fyrir til skiptist og tilkynnir það líka að hún hafi þakkað fyrir sig, svona ef það skyldi hafa farið fram hjá manni.
Hún er líka mjög upptekin af því að vita hvað allir heita og þegar hún er sérlega fyndin, að eigin mati segir hún „nei, Jónsdóttir“ á eftir öllum nöfnum. Og þetta er erfitt með suma sem heita bara einu nafni, þannig er Krummi í sveitinni orðinn Krummi Kobbuson og kisarnir heima Jóns-synir og -dóttir.
Í morgun kvaddi hún svo Björninn bæði með kossi og handabandi 🙂 Það eru til margar leiðir að vera sætur og hún stefnir greinilega að því að slá í gegn á öllum sviðum.