Ég er í svaka krísu núna – með Duran Duran tónleikana. Manni rennur nánast blóðið til skyldunnar að fara (þó ég hafi nú verið meira á hinni línunni) en þessi tímasetning er afleit. Ég verð líklegast stödd í borginni helgina á undan og svo aftur fyrir Svíþjóðarferð og þetta lendir akkúrat þar á milli 🙁 Eins og það væri gaman að fara með kveikjara og taka smá Save a Prayer loga…