Eitís

Þá er Arena komin undir geislann í bílnum og sungið með af mikilli innlifun og furðu mikið miðað við að ég kann víst minnst af textunum, eða mín útgáfa amk oft öðruvísi en þeirra 🙂 Það krefst mikillar yfirlegu að þurfa að taka svona stóra ákvörðun (og miðað við F Willy getur hún haft áhrif allt lífið – svo það er eins gott að taka þessu ekki af einhverri léttúð!)

Annars var krimmafundur í gær. Eitthvað er að dofna yfir hópnum, amk tókum við loks Flateyjargátu fyrir og hún var fljótafgreidd. Ekki það að hún hafi verið svo léleg en einhvern veginn risti hún ekki mjög djúpt. Við erum alltaf einni bók á eftir áætlun og næst á að taka fyrir Konuna í gámnum – auk þess að koma með hugmyndir að Krimmahöfundaþingi á Akureyri. Við erum jú með formann Norræna félagsins innan okkar vébanda og hún er sérfræðingur í styrkjabjúróinu – stay tuned!