Hjólreiðarnar

Það gengur verr og verr í VMA með hverjum deginum, erum búin að hrapa niður í 6. sæti og það er bölvaður Síðuskóli sem er efstur. Ég stend mig samt vel (íhugaði vel og lengi að guggna í morgun en gríðarleg sjálfsstjórn náði yfirhöndinni) og hef hjólað alla daga, með góða Ipodinn í eyrunum. Aðalhjólamúsíkin er Turn me loose sem er náttúrulega eitt af ofurstuðlögum heimsins og það er passlega langt fyrir eina leið, en svo hef ég gripið í Pixies líka. Það fer reyndar fyrir mér eins og Ljúfu að ég á það til að syngja með af gleði en það virðist vera minni umferð hér en á hennar vegum svo enginn er farinn að koma frá geðdeildinni ennþá.