Bongóblíða

Júhú, þá er sumarið komið. Ég heilsa reglulega upp á það þessa stundina, á milli þess sem ég sem málfræðiæfingar af miklum móð. Það er alveg unaðslegt að setjast út í skot hér fyrir framan innganginn og fá sér D vítamín skammt dagsins. Verst að vera ekki með ís eða eitthvað gott pallavín 🙂 Og svo er bara að finna sér eitthvað að gera úti við eftir hádegið. Hmm. Slátra fleiri fíflum (af gulu sortinni)? Hjóla? Labba í bæinn og fá sér eitthvað gott? AHa.