Unaður

Fórum í gær á tónleika með Oktett Ragnheiðar Gröndal á Græna Hattinum. Fyrirfram ekki alveg viss við hverju væri að búast – jasstónleikar og svona og ég kannski ekki alveg í heitum fanklúbbi. Ragnheiður er bara svo mikið æði að það var klárlega þess virði að kíkja. Reyndist síðan 100% þess virði. Þetta var algjör sæla. Tónlistin frábær þó svo ég velti vissulega fyrir mér hvað ég væri hrifin ef það væri enginn söngur. En það var söngur og hann var alveg eins og krem á köku, akkúrat það sem framkallaði sérstakan unað. Þetta er bara dúndurflott söngkona. Svei mér ef ég gerist ekki nettur jassaðdáandi fyrir hana 🙂 Plötu!!Plötu!!!
Annars er stórhátíð í dag. The big five. Fimm ár siðan við gengum í það heilaga. Áttum af því tilefni notalega morgunstund og ætlum út að borða á Fiðlarann í hádeginu. Svo er það bara Öndvegi íslenskra dala sem bíður í kvöld. Ættarmót með skemmtilegasta fólkinu.