Stuð á ættarmóti

Ég er bara lukkuleg með góða helgi, ættarmótið var hin besta skemmtun eins og ég hafði vonast til. Ég er að vísu dæmd í næstu skipulagsnefnd en ef maður lítur björtum augum á það þá er það fyrirtaks tækifæri til að kynnast amk nefndarmeðlimum betur. Það er að vísu hálfgert munaðarleysingja yfirbragð yfir nokkrum okkar – kannski eigum við að bonda alveg sérlega vel í munaðarleysinu??

Það ber svo helst til tíðinda að ég er komin með nýjan uppáhalds mat. Þannig er að Mummi er farinn að gera þetta líka forláta kjúklingasalat, svo ferskt og gott og að sjálfsögðu svo hollt að maður getur borðað heilu fjöllin án þess að svo mikið sem roðna ögn yfir átinu. Enda vil ég helst borða það oft í viku :))
Og talandi um að roðna. Þó að svarfdælska sólin hafi svikið mig, þá sveik sú akureyrska ekki í gær, ég er rauðbrún að framan- og ofanverðu. Kannski svona full rauðbrún meira að segja.