Fyrirspurn

Man einhver eftir nammi sem var til svona í kringum 1990, annars vegar karamellufylltu súkkulaði og hins vegar lakkrísfylltu súkkulaði? Þetta karamellufyllta hét því góða nafni Kammó – en mér er svo gersamlega fyrirmunað að muna hvað þetta lakkrísfyllta hét og það böggar mig dálítið. Er ekki einhver minnisgóður sem rámar í þetta???
Helgarfréttir þær helstar að Strumpan er veik, einhverjum óskilgreindum sjúkdómi, sem lýsir sér með háum hita (39 – 40) en lítið annað, þó svo læknisskoðun heimilisins sýndi rauðan háls – höfðum pata af því að streptókokkar væru að ganga. Við létum þetta að vísu ekki trufla okkur í fjölskylduhátíðarhöldunum árlegu, fórum á Fiskidaginn mikla í góðum fíling. Hann var að vísu í styttri kantinum vegna veikindanna en indæll eins og alltaf.