Það reka hver stórtíðindin önnur hér á heimilinu. Fyrstu stórtíðindin (og þau eru reyndar vikugömul – engin frammistaða hér að blogga) eru þau að hjólaíþróttin er loks iðkuð af kappi hér. Þríhjólið var keypt í maí líklegast og gekk hvorki né rak að hjóla. Svo allt í einu eru komnir fleiri sentimetrar á fæturna eða meira kjöt á beinin, amk hjólaði hún skyndilega um allt bæði stolt og kát.
Hin tíðindin eru jafnvel merkilegri, því nú er maður kominn í heim hinna bleyjulausu. Þriðji dagurinn í dag með enga bleyju og engin slys. Strumpa fór nú loks í leikskólann í dag eftir þrálátar kommur síðustu daga og veikindadagarnir notaðir í æfingabúðir, með svona líka fínum árangri.