Jæja, þá er úlpukrísunni lokið í bili og allir geta dregið andann léttar („hún hættir þá amk að blogga um það, bölvuð“). Ég hef fundið lausn sem allir geta verið sáttir við. Málið er saltað fram yfir Pólland. Ef ég eyði ekki fullt af pening í Póllandi er mér frjálst að kaupa úlpuna en annars er það bara skammskamm neinei.
Að öðru leyti er mest tíðindalítið í Hafdísarlandi, nema hvað ég afrekaði að fara í leikfimi í gær og uppsker lærastrengi í dag. En mikil asskoti var gott að drullast af stað.