Afmælismánuður

September er mikill afmælismánuður. Þannig er í dag afmælisdagur afa, hann hefði orðið 92 ára í dag. Kannski maður ætti að gera eitthvað í tilefni dagsins? Opna rauðvín?

Læt fylgja með eina sögu af Strumpu. Þegar ég var að setja hana í bælið í fyrrakvöld, lét ég hana „lesa“ og syngja fyrir mig. Hún tók hlutverk sitt mjög alvarlega. Lauk sér af með því að strjúka á mér kinnina, segja mér að hún elskaði mig og ætlaði að fara fram. Ég mátti sofa í hennar rúmi því hún ætlaði að sofa í mínu. Ég hló mig vel máttlausa.