Talið niður í Pólland

Í gær átti ég eftir að kenna 10 tíma áður en ég færi til Póllands, í dag fjóra. Júhú. Ég er komin með lista yfir það sem ég ætla að athuga með verð á:
-gleraugu (efast um að ég kaupi, en samt)
-farsíma (6 er að verða ónothæfur hnappur)
-peysur, hlýjar, til vetrarins
-dragt (alltaf hægt að bæta við sig)
-nærföt (sama)
-Strumpudót (eitt og annað, meðal annars þarf að kaupa tvo pakka).
Ég er farin að óttast að ég komist ekki í Filippu K kjólinn minn á árshátíðinni því þrátt fyrir mjög góða hreyfidaga (í gær gekk ég í vinnuna, fór í leikfimi og göngutúr í gærkvöld) þá er eins og súkkulaðið elti mig og bætist utan á mig – ég neyddist til dæmis til að borða smá súkkulaði eftir gönguferðina í gær, til að ná upp þreki!
Og svo er það afmælisbarn dagsins – Strumpan er tveggja og hálfs í dag.