Ég mæli með
-að sofa út í þrjá daga
-að fara í gamla bæinn í Varsjá og kaupa málverk af götulistamanni
-að hafa kómísku gleraugun á
Ég mæli ekki með
-fólki sem talar bara pólsku
-mat í Póllandi
-austur-evrópsku þjónustustigi (allt hæææægt)
Á hvorki né listanum lendir svo
-Radisson SAS (það var hægt að fá firna gott nudd í klukkustund fyrir 1800 krónur – 90 slotky- en þeir brugðust mér algjörlega á morgunverðarhlaðborðinu með því að bjóða EKKI upp á amerískar pönnukökur.)
-Að versla í Varsjá – sumt var á fínu verði, annað ekki. Ég fann til dæmis enga góða dragt (og þær voru basically á sama verði og í Svíþjóð), enga fína peysu, skoðaði ekki gleraugu og farsíma en keypti mér íþróttaskó. Það var eyðsluafrek ferðarinnar.
Bloggletin skýrist af veikindum Strumpu. Hún náði sér í eyrnabólgu í fjarveru okkar.