Æðislegir sjónvarpsdagar :)

Ég er meira og minna búin að glápa á sjónvarp öll kvöld núna. Bachelor kvöld hjá mér og Elísu á fimmtudag, Idol kvöld hjá mér og tengdamömmu á föstudag (þrír fyrr- og núverandi nemendur – meðal annars sá sem færði Páli Óskari blóm og sú sem ætlaði ekki að fara fyrr en henni væri gefinn séns á að halda áfram) og svo í gærkvöld æææðisleg Eurovísjón hátíð (sem ég vann því miður ekki miða á, þrátt fyrir heiðarlega tilraun). Þvílík unaðslög og ekkert smá gaman að sjá gömul klipp og fyndið hvað rifjast upp hjá manni. Best af öllu að syngja með og næst best að stynja yfir öllum sætu og krúttlegu gæjunum (hann Jakob minn er nú sætur þrátt fyrir að vera dvergvaxinn – hann er ekta svona dansk-sætur). Besta lagið náttúrulega það eina sem kom til greina en algjört svindl að setja ekki Ólsen bræðurna mína svona næst efst. Þeir eru amk betri heldur en leiðindagæsin hún Helena.
Annars hefst menningardagskrá vetrarins formlega í kvöld með fyrstu leikhúsferð þessa leikhúsárs. Gaman að því og frekari fréttir af ferðinni koma rjúkandi í fyrramálið.