Eftir langt hlé héldum við Kristín danska kvikmyndahátíð í gær (veitir ekki af að bæta sér upp að komast aldrei á neinar myndir fyrir sunnan). Horfðum á mynd sem hefur beðið lengi í hillunni – Brødre. Það er skemmst frá því að segja að myndin er afar góð, með fantafínum leik og skemmtilegri kvikmyndatöku, en boy oh boy, þvílíkt drama. Ég var bara úrvinda þegar myndinni lauk og við sátum langa stund við léttara hjal til að ná okkur út úr sjokkinu. Best að segja sem minnst samt, svona just in case að einhver lesanda minna ætti eftir að sjá hana. Full meðmæli af minni hálfu (velkomið að fá hana lánaða) – en verið í dramagírnum.