Beina flugið

Það ríkir almenn gleði á mínu heimili eftir að Iceland Express tilkynnti um beint flug frá Akureyri í sumar. Ekki einasta gleðst ég yfir fjölgandi ferðum til Kaupmannahafnar (nú þarf maður bara að fara að eignast hús þar 🙂 ég sé líka í hyllingum að „skjótast“ í sumarbústaðinn góða í Svíþjóð, en það verður svona álíka tímafrekt og að keyra til Reykjavíkur. Það er þegar búið að leggja drög að fyrstu ferð um miðjan júní. Júbdídú.
Ef þið eruð handlagin mjög og langar til Svíþjóðar, þá er alltaf hægt að semja um viðhaldsferðir 🙂