Konudagurinn mikli

Það var dekrað við okkur mæðgur í gær í tilefni dagsins. Fengum góðar gjafir upp í rúm að morgni en skiptum svo liði til að gleðjast sem mest sitt í hvoru lagi. Strumpan fór að leira með pabba sínum, ég fór aftur að sofa:) Eftir blund var síðan dýrindis morgunverður. Seinni partinn fórum við í Vín (eins og allir hinir) og svo var það óvænti kvöldverðurinn. Sá reyndist vera kengúrukjöt. Það smakkaðist vel, var reyndar afar meinlaust. Að lokum var svo ofur terta og kaffi (langar einhvern í tertu og kaffi seinni partinn í dag, svo hún gangi nú kannski út?)

Ég verð síðan að víkja aðeins að Eurovision (sem ég horfði á endursýnt í gær eftir að vera á djamminu á laugardagskvöld). Úrslitin að sjálfsögðu ekki óvænt en ég var afar ánægð með þáttinn í heild. Sérstaklega Pálma Gunn, Bobbysocks og svo vin minn Thomas Lundin. Sá kom sterkur inn að syngja íslensk lög 🙂 Mér fannst Matti síðan vera betri en í fyrra skiptið, Regína kannski heldur síðri, kannski vegna þess að þetta var svo stórfenglegt í minningunni. Ég held að RÚV ætti að íhuga að gera þetta svona vandað næstu árin. Það er svo mögnuð stemming (ekki með n) sem skapast í kringum þetta.