Það var leikhúsferðin í gær. Við litla fjölskyldan að sjá Kardemommubæinn í uppfærslu Freyvangsleikhússins. Það er skemmst frá að segja að sýningin er unaðsleg. Stundum pínu sveitó en oftar ótrúlega vönduð. Afar flott leikmynd, mjög skemmtilegur leikur hjá mörgum en pínu ofleikur hjá öðrum. Það skrifast væntanlega á Sunnu Borg. Það á að berja fólk niður þegar það tapar sér í röddum og öðru slíku.
Strumpan skemmti sér stórkostlega. Söng með, dillaði sér, veifaði í ræningjana. Lifði sig sem sagt algjörlega inn í stykkið. Það var stór hluti skemmtunarinnar að vera með hana með. Hún ætlar helst aftur að sjá þetta. Missti að vísu pínu einbeitinguna undir seinni hlutanum en það náðist að hífa hana inn aftur með því að taka hana í fangið og spjalla aðeins um það sem var að gerast. Gylfi afi spurði hana svo hvort hún hefði verið hrædd við ræningjana. Sú stutta neitaði því snarlega, bætti svo við, -bara pínu hrædd.
Mæli með þessu! Barnið í manni lifnar líka við.