Afmælisbarn dagsins er Eygló. Eygló, ég mun líklega ekki hringja í þig – til hamingju með daginn. Því miður verð ég ekki í fimmtugsafmælinu. Keypti mér samt kjól áðan í tilefni dagsins.
Gærdagurinn var fínn hjá Strumpu. Það þarf lítið til að gleðja ungann. Hún var aftur sett í hundabúninginn sem var keyptur í fyrra, passar eiginlega betur núna og hún var heldur betur sátt við það. Hundurinn hét því virðulega nafni Depill Lappi – já maður var svo virðulegur hundur að það dugði ekkert minna. Þau fóru ekkert út á leikskólanum, gengu á milli deilda og sungu og slógu loks köttinn úr tunnunni og fengu nammi. Full mikið að mínu mati en svo sem bara upp í nös á ketti miðað við þær tölur sem heyrast frá eldri hópum.
Við munum líklega fá nýja fína bílinn á morgun. Set örugglega inn montmyndir við tækifæri. Góðar stundir svo elskurnar, ég er á leið í eins dags vetrarfrí (well á eftir að kenna fjóra tíma, en það nálgast).