Suðurferð

Það stefnir allt í suðurferð á föstudag, það er ef veður verða ekki vitlaus. Miðað við spádómshæfileikana fyrir daginn í dag er kannski óþarfi að hafa áhyggjur fyrir föstudag. Hér er að minnsta kosti þvílík blíða og ég hefði getað sparað mér bölvið yfir veðurfréttum gærdagsins.

Við erum búin að festa okkur leikhúsmiða (í ljósi þess að pez-kallinn hældi sýningunni – ég hafði nefnilega efasemdir eftir að lesa gagnrýnina) og nú þarf að setja Strumpu í hraðkúrs næstu kvöld til að kannast við Ronju. Hún hafði sitt fram með aukaferð á Kardemommubæinn og fer með ömmu og langafa á sýningu á Skírdag.

Ég er til í að hitta alla sem vilja hitta mig. Hafið samband 🙂