Afmælisbarn dagsins

… er Kittý mágkona – stórt afmæli á ferð, heilir 35!
Hef ekki fengið boð í kökuveislu. Kannski á ég að vera glöð, einni freistingunni minna. Veitir ekki af þar sem í vinnunni eru kökur og nammi til skiptis upp á hvern dag. Kom reyndar sæmilega út úr mælingu þriðjudagsins. Einu kílói léttari en þriðjudeginum áður – reyndar var það sérstök bumbumæling eftir Páskana og þar af leiðandi minni árangur. Svo var ég reyndar orðin þyngri aftur í gær. Ekki skrýtið að maður bilist.
Anyways, til hamingju Kittý!