As if – það eru engar fréttir hér. Þess í stað mun ég færa ekki-fréttir af ástandi heimsmála í dag.
Hér er officially dagur 3 í leikskólafríi Sóleyjar. Ég hef sett mér þá stefnu að fara með hana út á hverjum degi. Á mánudag fórum við í sund eftir laaaaangt hlé vegna alls kyns veikinda. Sú stutta heldur betur sátt. Renndi sér í fyrsta skipti alein í gulu rennibrautinni og ferðirnar urðu ansi margar. Mér til mikillar gleði því ég slapp þá við öll hlaup eða svona að mestu. Fórum reyndar þrjár ferðir í stóru. Samt munur að þurfa bara að taka á móti. Í gær tókum við andapollinn og rosa rúnt í Dýraríkið og þaðan upp í kirkjugarð og boy oh boy, formið er dapurt. Það var með mikilli mæðu að ég hafði Lækjargilið.
Í dag hafa verið stanslausar heimsóknir en ég býst frekar við einhverri útiveru seinni part, enda er hlýtt og gott.
Úr kisuheimum er það helst títt að kettirnir eru hættir að sinna einu skyldu sinni – að halda heimilinu flugnafríu. Vaknaði í nótt við eina afar aðgangsharða, langt síðan það hefur gerst. Það verður greinilega að draga saman í matargjöfum og athuga hvort þeir fara ekki að standa sig. Ég held að Prinsi sé samt endanlega orðinn senior citizen. Hann bifast varla lengur. Ég reyndi að siga honum á flugu áðan og hann varð illa hneykslaður á mér. Maður er nú orðinn sjö ára! (hann ætlar greinilega að passa sig á að ofreyna sig ekki þessi síðustu æviár).