Frífærslur

Það er oggolítið verið að reyna að nýta frídagana hans Mumma í eitthvað annað en svefn og … svefn. Í gær fórum við til að mynda í alveg fantagóða ferð með Kristínu, Árna Hrólfi og Kenneth (sem kenndi hér eitt ár sem rejselærer) og sú ferð var alveg mögnuð. Ég var að enda við að skoða myndirnar og ég grét og veinaði af hlátri. Ef ég kynni að pósta myndum hingað myndi ég taka dæmi um húmorinn. En þar sem bróðir minn elskulegur neitaði að hitta mig um helgina varð ekkert af því að fá sýnikennslu (og mig vantar líka nýja Pílu Pínu takk!)

Er hins vegar að fara að horfa á Rock Star endursýnt svo þetta verður bara sýnishornablogg.

One reply on “Frífærslur”

Comments are closed.