Um síðustu færslu

Jæja, með aðstoð frá bróður og Mumma tókst að koma mynd inn. Smá útskýringar þörf. Við sátum aftur í og biðum eftir að Kenneth og Árni lykju sér af í myndatöku og Mummi setti af stað margmyndatöku af okkur – svo þegar við skoðuðum afraksturinn kom í ljós að ég var fallega brosandi á öllum fimmtán myndunum á meðan Mummi hafði farið í sína eigin prívat grettukeppni og náð jafn mörgum afbrigðum og myndirnar voru margar. Hann náði síðan að sannfæra mig um aðra syrpu, þar sem hann væri brosandi sætur en ég í grettukeppni. Við skoðun kom í ljós að ég náði svona þremur afbrigðum af svipum á syrpunni. Síðan tókum við eina syrpu af okkur báðum í grettukeppni og þessi mynd hér að neðan er úr því 😉 Smellið á hana til að njóta hennar frekar. Að lokum tókum við Kristín svo grettukeppnasyrpu og þar voru meiri jafningjar á ferð. En sem sagt – ég skoðaði svona sextíu myndir af fíflum og var við dauðans dyr af hláturkrampa.