Örpistill

Ótrúlegir þessir dagar. Alveg hreint hægt að blogga helling en það er bara ekki í myndinni að setjast niður.

Áttum góða Verslunarmannahelgi – þetta er hægt ef maður passar sig á að koma ekki nálægt miðbænum (grrr). Hvalaskoðun á laugardag sem var góð sem slík. Þær eru sjaldnast gríðarlega fjörugar. Búin loksins – eftir að gæla við það í rúmt ár held ég, að kaupa borðstofusett og skáp og losa okkur við gamla stuffið, þó ekki góða borðið hans afa, nei nei. Það er bara í uppfærslu til að verða fínna og verður svo flutt inn í eldhús. Nú bíður bara að bjóða helling af fólki í mat. Það er gaman.

Fríinu hans Mumma lýkur á morgun. Mitt bara rétt að byrja enn þá 🙂 Fyrir utan ýmis „smáverk“ eins og að upphugsa alla fjarkennslu VMA frá grunni og koma inn í WebCT og endurskoða kennsluheftið sem ég bjó til. Mér fellur sem sagt eitthvað til næsta mánuðinn.

Jey gaman.