Fórum í smá spontanious kaffihúsaferð í gær, til að gera nú eitthvað spes svona síðasta frídaginn. Það er sem sagt kaffihús á Hjalteyri – of all places – sem ég hef alltaf ætlað á og við létum loksins verða af. Það er skemmst frá að segja að þetta er ljómandi heimilislegur staður, með þessu líka dásamlega, hlýlega en um leið kuldalega útsýni og kaffihúsastýru sem setur ansi skemmtilegan svip. Sú er dönsk og talar alveg stórkostlega mikið. Forvitin um hvaðan gestirnir koma og ekkert feimin við að segja af sjálfri sér. Ég forvitnaðist nú sjálf hvaðan hún væri, mér fannst reyndar framan af ekki heyrast sérstaklega mikill hreimur að hún væri útlensk en svo tók ég aðeins eftir honum og spurði þess vegna. Held bara að ég hafi aldrei heyrt Dana tala jafn fína íslensku. Mæli með ferð þangað. Gulrótartertan sérlega ljúffeng.
Síðan er það bara Fiskidagurinn mikli á laugardag. Maður missir ekki af honum. Búin að taka þátt frá upphafi eða þar um bil að minnsta kosti.