Jæja. Það fór þá aldrei þannig að ég færi ekki að æfa hlaup. Eða þannig. Ég skráði mig amk í hlaupahóp á Bjargi og er búin að mæta tvisvar. Hélt í sakleysi mínu að þar sem þetta hét fyrir „byrjendur“ yrði byrjað rólega. Jújú. Í dag hlaupum við fjóra kílómetra. AAAArrrgghhh. Hvað er ég búin að koma mér út í? Eina uppskeran só far eru strengir dauðans – vægast sagt – ég þarf aðstoð við að setjast á klósett! Lét mig samt hafa það að mæta í morgun og hlaupa í takt við strengina. Afar fínt. Stay tuned for more news.
Fiskihátíðin mikla tekin með trompi. Fórum í súpu í gærkvöld í boði frænku Elísu. Ljúf súpa. Gengum um Dalvík og upplifðum þessa mögnuðu stemmingu. Hvað er þetta fínt að gera svona? Síðan aftur í dag og það var ljómandi gott líka. Hitti slæðing af fólki. Aðallega tengt Unni, Línu frænku hennar og Höllu vinkonu hennar og þar sem þær voru að spjalla talaði ég aðeins lítillega við hvora. Hátíðarskap dótturinnar líka á niðurleið. Hún fékk að vísu frostpinna, sá MattaMatt og Brúðubílinn (sennilega með sama sjów og fyrir 20 árum) og fékk síðan gjafir að lokum og hefði átt að vera í í glimrandi gír. En fiskisúpukvöldið tók sinn toll.
Sá ljómandi þátt á SVT1, Minnernas television. Gleði mín náði nýjum hæðum þegar þeir sýndu undanúrslitin úr Melodifestivalen 84 og bræðurnir sætu – Rikard, Per og Louie stigu á svið í gyldna skor og sungu svo fallega um at alla titar på meg. Hver viknar ekki við tilhugsunina? Ég væri til í að dansa við þetta lag (á sænsku) og kunna allan textann!