Fékk tilboð í einum bekknum að ef ég mætti í búningi á Hrekkjavökunni í næstu viku yrði mér boðið á Greifann. Gerði þau mistök að segja frá því þegar ég mætti á furðufatadag í Síðuskóla í typpabúningnum hans Helga og það vakti svo ómælda lukku að tilboðið einskorðaðist við að ég mætti í honum. Þeim fannst fyndið þegar ég sagði þeim að einn nemandi hefði mikið spáð í hvað ég væri að pæla með þessum ljóta sveppabúningi!