Hámenningarleg færsla

Það taldist tvennt til tíðinda um helgina. Annars vegar tókum við videó, sem hefur ekki gerst í háa herrans, hins vegar fórum við í bíó.

Á föstudagskvöld sáum við Da Vinci code, hún kom mér þægilega á óvart, sérstaklega vegna þess að ég hafði frekar litlar væntingar til Tom Hanks. En hann fór óvenjulega lítið í taugarnar á mér. Ég náði að vaka nánast algjörlega yfir myndinni sem er líka vel af sér vikið, ég meina ég þurfti að vaka til vel rúmlega 11. Það er erfitt á föstudagskvöldi, nema maður sé beinlínis í djammi.

Í gær fórum við í miðdagsbíó, svona til að þurfa ekki að redda enn einni kvöldpössuninni (við vorum m.a. að spila á laugardagskvöld). Sáum Mýrina eins og allir hinir. Ég var gríðarlega ánægð með stemminguna, fullt af fullorðnu fólki í bíó og þrjár kynslóðir saman og svona. Það er alltaf gleðilegt og minnti mig á bíóferð sem ég fór með ömmu hérna í denn á Karlakórinn Heklu. Það er skemmst frá því að segja að ég var líka býsna ánægð með Mýrina. Þó ekki alveg. LandRóverinn hans Erlends angraði mig mikið, sem og slétta og fína lopapeysan hans og Ingvar náði mér ekki alveg á sitt band, þó svo hann væri vissulega skárri en ég þorði að vona. Ég mun að minnsta kosti ekki hugsa um hann þegar ég les næst um Erlend.

 

Join the Conversation

3 Comments

 1. Ohh hvað mig langar mikið til að sjá Mýrina.
  Ætla að vera bjartsýn og vonast til að geta kannski séð hana í B-C eða kannski bara í E sal í borginni í byrjun desember þegar við komum heim. Það verður nú sennilega hætt að sýna hana fyrir norðan er haggi?

 2. Eitt á meðan ég man Mummi minn 🙂
  Ég er EKKI eina manneskjan sem finnst Night at the ROXBURY (æj þarna G-myndin:)) með Will Ferrell og Chris Kattan skemmtilegasta og fyndnasta mynd ever 🙂
  Merkilegt finnst þér ekki ?
  Las viðtal í mogganum við Ágústu Evu um daginn og hún sagði það sama.
  Það eru fleiri furðufuglar til en ég.
  Gaman að því.

 3. JA hérna. Ég á ekki orð. Dagný og Ágústa, Ágústa og Dagný. Hver veit, kannski á G-myndin comeback e-n tímann, kannski eftir 10-20, og þá sem vanmetnasta gamanmynd síns áratugar. Hver veit.

Leave a comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *