Þá er GM bara rétt handan við hornið. Alls kyns óvissa og leiðindi reyndar, skítaveðurspá svo maður er stressaður með allt flug, bæði suður og út. Ég í vondu standi, öll ein stífla, svo ég heyri ekki og fer sparlega með röddina af hræðslu við að hún fari. Enn hef ég þokkalega sjón, svo það er eins gott að maðurinn er guðdómlega fallegur. Ég hef það þó altént til að hugga mig. Hefði samt getað ímyndað mér skemmtilegra stand á sjálfri mér fyrir ferðina. Hins vegar geta tónleikarnir ekki klikkað því nú sækja þeir að mér í draumi og valda mér alltaf vonbrigðum!