Þarf varla að nefna það hvað ég er ánægð með minn mann. Kaus meira að segja til að sýna stuðning í verki… Ég er svo ánægð með hvað hann er jarðbundinn og virkar voða mikið hann sjálfur. Og lagið er bara dúndur. Það verður bara betra og betra. Ég skil þó vel áhyggjur þeirra sem horfa svartsýnir til norræna spjallsins. En fjandakornið, það hlýtur að finnast einhver spekúlant sem getur snakkað norræna tungu. Þau voru nú ekki öll jafn góð í Kontrapunkti hér um árið, en létu sig hafa það. Þetta hlýtur að reddast.
Verð hins vegar að nefna að þegar ég lagðist til hvílu á laugardagskvöld var ég til skiptis með lagið hans Friðriks Ómars og árans „Þú tryllir mig“ á heilanum. Hefði nú bæði sett Heiðu og Jónsa ofar 🙁