Ég sé ljósið :D

Þá er loks loks loks allri prófayfirferðinni lokið. Síðustu bjartsýnisnemendurnir í endurtökuprófi í gær með misjöfnum árangri. Nú er bara talið niður í Norðurlandareisuna, í millitíðinni ætla ég reyndar að fagna með júbílöntum (muniði ekki – þetta var einn alstærsti bónusinn við að fara að kenna í MA) og fagna með nýstúdentum, nú og svo að fara í smá Norðurlandsreisu, því vorferð kennara á þriðjudag mun liggja um Tröllaskaga. Síðustu dagar hafa verið unaðslegir, það er alveg yndislegt að labba út úr skólanum seinni partinn og vita að EKKERT vinnutengt bíður heima 🙂 . Enda hef ég hreinsað beðin (helv. Spánarkerfillinn) og Mummi farið á skúrþakið og lagt þakefnið að mestu, það hefur þá ekki tekið nema tæp þrjú ár.

Að því ógleymdu að ég fór að góðum ráðum og fór bæði í nudd og fótsnyrtingu á þriðjudaginn. Það var hreinn unaður og ég kom alveg ofdekruð út. Eins og ég sá hins vegar fyrir þá varð dóttir mín ansi hreint öfundsjúk þegar hún sá að ég var naglalökkuð á fótunum. Það var með semingi að hún sættist á að vera eins og pabbi sinn að þessu leytinu og tilkynnti öllum í leikskólanum að ég væri naglalökkuð á tánum en hún og pabbi væru hvorugt með naglalakk.

2 replies on “Ég sé ljósið :D”

  1. Til hamingju með það, núna geturðu svo hafist handa við að gera ekki neitt í fjóra mánuði, er það ekki það sem kennarar gera?

    bæ ðe vei hérna er svo mynd af þvottavélinni minni ef þú skyldir hafa áhuga á því. Hún er með innbyggðum tæmer (as oppósd tú útværum tæmer). Ég get stillt krappið þegar ég fer í vinnuna að hún verði akkúrat búin að þvo þegar ég kem aftur, þá þurfa mín viðkvæmu plögg ekki að mygla í tromlunni sekúndu lengur en nauðsynlegt er.

    http://www.rafha.is/assets/shop/i_951.jpg

Comments are closed.