Alias, Frelsið er yndislegt eða öllu heldur sumarfríið er yndislegt. Ég nota tímann í flest annað en að blogga. Stundum finnst mér eins og svefninn sé í fyrsta sæti en ég býst við að ég sofi svipað lengi og á veturna, ég er bara búin að hnika sólarhringnum til og sef með hléum til svona tíu, hálf ellefu, stundum lengur ef vel liggur á mér. Þess á milli les ég (búin með Harry og 44 Scotland Street, langar núna í Espresso Tales) enda er bunkinn hár eftir utanlandsferðina. Ég sinni svo því sem til fellur á heimilinu, til dæmis er nú loks eftir langa bið búið að þrífa gluggana að utan, það hefur borið mikið á skítnum í sólinni 🙂 og við búin að fatta hvernig er skrúfað frá vatninu hér úti. Hva! við erum bara búin að vera hér í tæp þrjú ár… Þreif ruslakistu dóttur minnar, það var afrek, aðallega samt andlega því það tók svo sem ekki langan tíma þegar til kom.
Ég veit ekki hvað ég á að segja mikla ferðasögu… er einhver sem vill fá löngu útgáfuna? Mér fannst bara æðislegt, leist vel á Finnland og selskapurinn var alveg einstaklega góður, hefði ekki getað pantað skemmtilegri ferðafélaga held ég. Átti góðar stundir í Svíþjóð og needless to say líka í Danmörku.
Síðan er bara komin hataðasta helgi ársins. Ef ég nennti að keyra eitthvað í umferð dauðans og þyrði að skila húsið mitt eftir aleitt þá væri ég ekki í bænum. Annars lofa ég að blogga oftar í ágúst en samanlagt síðustu tvo mánuði 🙂